Fótbolti

Sjáðu öll mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Roma fagna sigri í kvöld en hann skilaði þeim efsta sætinu í riðlinum.
Leikmenn Roma fagna sigri í kvöld en hann skilaði þeim efsta sætinu í riðlinum. Vísir/Getty

Lokaumferðin í riðlum A, B, C og D í Meistaradeildinni fór fram í kvöld og nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér á Vísi.

Manchester United, Paris Saint-Germain, Roma og Barcelona tryggðu sér öll sigur í sínum riðli en Basel, Bayern München, Chelsea og Juventus fylgja þeim í sextán liða úrslitin úr öðru sætinu.

Chelsea náði bara jafntefli á heimavelli og Roma tók því efsta sæti af enska liðinu á betri árangri í innbyrðisleikjum.

Manchester United lenti undir á heimavelli eins og Chelsea en United menn tryggðu sér sigur og efsta sæti riðilsins með tveimur mörkum með 66 sekúndna millibili í seinni hálfleiknum.

Liðin sem fara í Evrópudeildina úr þessum riðlum eru CSKA Moskva, Celtic, Atlético Madrid og Sporting CP.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins sem og það helsta úr öllum leikjunum; mörkin, færin, rauðu spjöldin og annað fréttnæmt.

Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:

A-riðill:

Benfica - Basel    0-2
0-1 Mohamed Elyounoussi (5.), 0-2 Dimitri Oberlin (65.)

Manchester United - CSKA Moskva    2-1
0-1 Alan Dzagoev (45.), 1-1 Romelu Lukaku (64.), 2-1 Marcus Rashford (66.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester United og Basel.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: CSKA Moskva.


B-riðill:

Celtic - Anderlecht    0-1
0-1 Sjálfsmark Jozo Simunovic (62.)

Bayern München - Paris Saint-Germain    3-1
1-0 Robert Lewandowski (8.), 2-0 Corentin Tolisso (37.), 2-1 Kylian Mbappe (50.), 3-1 Corentin Tolisso (69.).

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Paris Saint-Germain og Bayern München.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Celtic.


C-riðill

Roma - Qarabag    1-0
1-0 Diego Perotti (53.)

Chelsea - Atlético Madrid    1-1
0-1 Saul Niguez (56.), 1-1 Sjálfsmark Stefan Savic (75.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Roma og Chelsea.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Atlético Madrid.


D-riðill

Olympiakos - Juventus    0-2
0-1 Juan Cuadrado (15.), 0-2 Federico Bernardeschi (90.)

Barcelona - Sporting CP    2-0
1-0 Paco Alcacer (59.), 2-0 Sjálfsmark Jérémy Mathieu (90.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Barcelona og Juventus.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Sporting CP.

Benfica - Basel 0-2

Man. United - CSKA Moskva 2-1

Bayern München - Paris Saint-Germain 3-1

Chelsea - Atlético de Madrid 1-1

Roma - Qarabag 1-0

Barcelona - Sporting CP 2-0

Olympiacos - Juventus 0-2

Celtic - Anderlecht 0-1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.