Körfubolti

Áttunda þrenna Westbrook á tímabilinu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. Vísir/Getty

Russell Westbrook fór á kostum fyrir Oklahoma City Thunder þegar að liðið vann Utah Jazz, 100-94, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Westbrook náði í áttundu þrennu sína á tímabilinu með því að skora 34 stig, taka þrettán fráköst og gefa fjórtán stoðsendingar. Algjörlega mögnuð frammistaða.

Paul George skoraði 21 stig fyrir Þrumuna og Steven Adams 20 stig en alls skoraði byrjunarlið OKC 93 af 100 stigum liðsins í nótt.

Oklahoma City er enn þá í níund aæsti deildarinnar með ellefu sigra og tólf töp en liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina ef deildarkeppninni myndi ljúka í dag.

Úrslit næturinnar:
Toronto Raptors - Phoenix SUns 126-113
Portland Trail Blazers - Washington Wizards 92-106
OKC Thunder - Utah Jazz 100-94

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.