Erlent

Jerúsalem verði höfuðborg í augum Bandaríkjanna í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump sótti Jerúsalem heim í maí síðastliðnum.
Donald Trump sótti Jerúsalem heim í maí síðastliðnum. Vísir/AP
Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni í dag viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Þetta hafa fjölmiðlar eftir háttsettum aðilum innan úr bandarísku stjórnkerfi.

Sömu heimildir herma að hann muni þó ekki ganga svo langt að færa sendiráð Bandaríkjanna til borgarinnar eins og sumir höfðu reiknað með. Það verði þó ekki strax í það minnsta.
 
Yfirlýsing forsetans mun nær örugglega auka spennuna í miðausturlöndum gríðarlega og hafa leiðtogar múslimaríkja keppst við að fordæma fyrirætlanirnar auk fjölmargra leiðtoga í Evrópu.

Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, Íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980.

Bandaríkin yrðu fyrsta þjóð jarðar til að viðurkenna kröfu Ísraela um að kalla hana höfuðborg sína.
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×