Handbolti

Harpix-laus handbolti líklega notaður á HM 2019

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Moustafa er hér hress og kátur.
Moustafa er hér hress og kátur. vísir/getty

Hinn umdeildi forseti IHF, Hassan Moustafa, hefur síður en svo lagt á hilluna plön sín um að harpixi, eða klístri, verði útrýmt úr íþróttinni.

Á síðasta ári tilkynnti Moustafa að farið yrði í að hanna handbolta sem væri þannig að gerður að óþarfi væri að nota harpix með honum. Margir í handboltaheiminum tóku það mátulega alvarlega og sögðu að það væri ekki hægt.

Boltinn hefur verið í þróun hjá japanska fyrirtækinu Molten sem er samstarfsaðili IHF og virðist þróunin ganga vel.

„Mín von er sú að við getum prófað að nota þennan bolta á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku,“ sagði Moustafa.

„Við höfum verið að funda með Molten og það verða áfram gerðar prófanir á boltanum. Leikmenn munu aldrei samþykkja boltann nema að hafa fengið að prófa hann.“

Einhverjir íslenskir handboltamenn hafa fengið að prófa boltann eins og hann er núna og voru ekki hrifnir. Hann virkaði víst ágætlega í fimm mínútur og síðan ekki söguna meir.

„Það er mikilvægt að klára þetta því harpixið gerir gólfið skítugt og boltann verður svo svartur á nokkrum mínútum. Það er ekki gott fyrir ímynd okkar.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.