Bíó og sjónvarp

Sverrir Guðnason leikur Mikael Blomqvist í bandarískri endurgerð á Millennium-þríleiknum

Sverrir Guðnason.
Sverrir Guðnason. Vísir/EPA

Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason hefur verið ráðinn til að leika blaðamanninn Mikael Blomqvist í endurgerð Sony á Milliennium-þríleik sænska rithöfundarins Stieg Larson.

Áður hafði breski leikarinn Daniel Craig farið með hlutverk blaðamannsins í endurgerð Sony á myndinni Karlar sem hata konur, en á ensku fékk hún heitið The Girl With the Dragon Tattoo. Sú mynd kom út árið 2011.

Variety greinir frá því að Sverrir Guðnason muni leika blaðamanninn í annarri myndinni, Stúlkan sem lék sér að eldinum en á ensku ber hún heitið The Girl in the Spider´s Web.

Leikkonan Claire Foy mun leika Lisbeth Salander. Vísir/Getty

Claire Foy mun leika Lisbeth Salander á móti Sverri Guðnasyni og mun Sylvia Hoeks, sem sást síðast í Blade Runner 2049, leika tvíburasystur Lisbeth.

Claes Bang, sem leikur í verðlaunamyndinni The Square, mun leika illmenni myndarinnar.

Búist er við að tökur hefjist í janúar í Berlín og Stokkhólmi en Variety segir áætlaðan frumsýningardag myndarinnar vera 19. október á næsta ári.

Leikstjóri myndarinnar verður Fede Alvarez sem á að baki myndina Don´t Breathe sem kom út í fyrra.

Sverrir sást síðast í hlutverki tenniskappans Björns Borg í myndinni Bjorg/McEnroe þar sem hann lék á móti bandaríska leikaranum Shia Lebouf sem fór með hlutverk John McEnroe. 


Tengdar fréttir

Ekki heiglum hent að bregða sér í gervi Borg

Sverrir Guðnason leikari ferðast nú um heiminn til að kynna myndina Borg/McEnroe þar sem hann leikur aðalhlutverkið á móti Shia LaBeouf. Myndin verður sýnd hér á landi í október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.