Körfubolti

Meistararnir unnu án Curry og Cleveland bætti met | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty

NBA-meistarar Golden State Warriors unnu fínan útisigur á Charlotte Bobcats, 101-87, í nótt en liðið var án Steph Curry og Draymond Green í leiknum. Curry sneri sig illa á ökkla í síðasta leik.

Kevin Durant steig heldur betur upp í fjarveru þeirra tveggja og hlóð í níundu þrennu sína á ferlinum en hann skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Klay Thompson hjálpaði til með því að skora 22 stig en allir varamenn liðsins skoruðu að minnsta kosti eina körfu í leiknum.

LeBron James fór svo á kostum þegar að Cleveland bætti félagsmetið og vann þrettánda leikinn í röð. Það lagði Sacramento Kings í nótt, 101-95, á heimavelli.

LeBron skoraði 32 stig, tók ellefu fráköst og gaf níu stoðsendingar en þriggja stiga karfa hans þegar að fimmtán sekúndur voru eftir innsiglaði í raun sigurinn fyrir Cleveland.

Úrslit næturinnar:
Charlotte Bobcats - Golden State Warriors 87-101
LA Clippers - Minnesota Timberwolves 107-113
San Antonio Spurs - Miami Heat 117-105
Boston Celtics - Dallas Mavericks 99-88
New York Knicks - Memphis Grizzlies 104-100
New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 123-114
Cleveland Cavaliers - Sacramento Kings 101-95
Indiana Pacers - Chicago Bulls 98-96
Orlando Magic - Atlanta Hawks 110-106

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.