Lífið

Rybak stefnir á nýtt Eurovision-ævintýri

Atli Ísleifsson skrifar
Alexander Rybak hafði betur gegn Jóhönnu Guðrúnu í Moskvu árið 2009.
Alexander Rybak hafði betur gegn Jóhönnu Guðrúnu í Moskvu árið 2009. Vísir/AFP

Norski fiðlusnillingurinn Alexander Rybak verður á meðal þátttakanda í Söngvakeppni norska ríkissjónvarpsins í vetur og gerir hann því tilraun til að verða fulltrúi Norðmanna í Eurovision sem fram fer í Portúgal í maí.

Rybak hét því árið 2010 að hann myndi aldrei keppa aftur í Eurovision en hann hafði betur gegn Jóhönnu Guðrúnu í Eurovision sem fram fór í Moskvu 2009. Rybak söng þá lagið Fairytale og sló fyrra stigamet í keppninni.

Rybak hefur þó að undanförnu gefið í skyn að hann geti vel hugsað sér að eiga endurkomu sem keppandi á stóra sviðinu í Eurovisionlandi.

Verdens Gang segir nú frá því að hinn 31 árs gamli Rybak verði á meðal keppenda í norsku undankeppninni.

Eftir sigur Portúgalans Salvador Sobral í Úkraínu síðasta vor sagði Rybak að honum hafi áður verið boðið margar milljónir fyrir að keppa fyrir hönd Hvít-Rússa í keppninni, en Rybak fæddist í Hvíta-Rússlandi. Hann sagðist þó frekar vilja koma fram fyrir hönd Noregs án endurgjalds.

Þá birti Rybak mynd af sér með goðsögninni Johnny Logan í ágúst síðastliðinn þar sem hann sagði fundinn fá hann til að vilja endurheimta Eurovision-titilinn.

Makes me wanna go for Eurovision all over again! #TheKing #johnnylogan

A post shared by Alexander Rybak (@rybakofficial) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.