Innlent

Rafmagn komið aftur á

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meðal annars er rafmagnslaust á því svæði í Garðabæ þar sem Costco er.
Meðal annars er rafmagnslaust á því svæði í Garðabæ þar sem Costco er. vísir/eyþór
Uppfært klukkan 11:07: Rafmagn er komið aftur á að því er segir á Facebook-síðu HS Veitna. Ástæða rafmagnsleysisins var útleysing hjá Landsneti. Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu fréttina um rafmagnsleysið.

Rafmagnslaust er í Hafnarfirði og hluta Garðabæjar sem og á Álftanesi. Er meðal annars rafmagnslaust á því svæði þar sem Marel, IKEA og Costco eru til húsa og er hin víðfræga IKEA-geit því rafmagnslaus.

Samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum er ekki vitað hver orsök rafmagnsleysisins er og er farið að leita að biluninni sem veldur því.

Uppfært klukkan 10:59: Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er rafmagn byrjað að detta inn á einhverjum svæðum þar sem það fór út áðan en hvorki fást nákvæmar upplýsingar um hvar það er komið á né hvað veldur rafmagnsleysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×