Fótbolti

Þú getur valið slagorðið á rútu strákanna okkar á HM í Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rútan sem fór með íslensku strákana niður Laugarveginn sumarið 2016 er víst upptekin næsta sumar.
Rútan sem fór með íslensku strákana niður Laugarveginn sumarið 2016 er víst upptekin næsta sumar. Vísir/AFP
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar og þar mun íslenski hópurinn fara um í rútu þegar farið er á æfingar eða í leiki.

FIFA og Hyundai standa nú fyrir keppni um slagorð á rútu íslenska landsliðsins í Rússlandi og þar geta stuðningsmenn íslenska landsliðið tekið þátt.

Samskonar keppni var haldin í aðdraganda EM 2016 í Frakklandi, en þar var Ísland með „Áfram Ísland!“ á rútunni sinni.

Hver einstaklingur getur sent inn eina hugmynd að slagorði fyrir Ísland, en einnig er hægt að senda inn slíkt fyrir öll hin liðin í keppninni. Þú getur sent inn þína hugmynd hér

Lokað verður fyrir fleiri hugmyndir 28. febrúar og í kjölfarið mun FIFA velja þær bestu sem stuðningsmenn geta síðan kosið um. Eina krafan til að kjósa milli þeirra er að þú sér meðlimur í FIFA.com klúbbnum.

Kosning á besta slagorð hvers liðs hefst 16. apríl 2018 og lýkur 4. maí 2018. Sigurvegararnir verða síðan krýndur 14. maí 2018.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er á móti Argentínu 16. júní en liðið spilar síðan við Nígeríu 22. júní og við Króatíu 26. júní.

Frekari upplýsingar má finna á síðu FIFA með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×