Enski boltinn

Gylfi: Íslendingar vita að litla liðið getur alltaf unnið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/AFP

Innkoma Sam Allardyce hjá Everton hefur gefið liðinu neistann sem vantaði sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við BBC Sport.

Everton mætir á Anfield á sunnudag þegar barist verður um Bítlaborgina. Liðið hefur ekki unnið þar í 18 ár.

„Þú ert að tala við Íslending. Við erum minni aðilinn í öllum landsleikjum. Ég veit að allt getur gerst,“ sagði Gylfi Þór.

„Vonandi breytist það um helgina.“

Stutt er síðan Everton var í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, en liðið situr nú í 10. sæti deildarinnar eftir tvo sigurleiki í röð.

„Við vitum hvað hann [Allardyce] vill og hann útskýrir það vel. Hann hugsar vel um leikmennina til að fá það besta út úr þeim. Hann er mjög reyndur og það mun koma sér vel fyrir okkur.“

„Við þekkjum það allir að vera í þeirri stöðu að skipta um stjóra. Þegar einhver nýr kemur inn þá gerist eitthvað. Einhver neisti sem kveikir í manni,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.