Fótbolti

Danirnir komust í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FCK leikmennirnir Denis Vavro og Nicolai Boilese fagna sigri í kvöld.
FCK leikmennirnir Denis Vavro og Nicolai Boilese fagna sigri í kvöld. Vísir/Getty

Danska liðið FC Kaupmannahöfn tryggði sér í kvöld sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á Sheriff Tiraspol frá Moldóvíu.

Danirnir byrjuðu daginn í þriðja sæti riðilsins en náðu öðru sætinu á eftir rússneska liðinu Lokomotiv frá Moskvu.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig hlutirnir gengur fyrir sig í þeim sex riðlum sem voru spilaðir í fyrri helmingi kvöldsins í Evrópudeildinni.

A-riðill: Villarreal var búið að vinna riðilinn og því komið áfram en liðið tapaði 1-0 á móti Maccabi Tel-Aviv. Astana vann 1-0 sigur á Slavia Prag og tryggði sér annað sætið og sæti í 32 liða úrslitunum.

B-riðill: Dynamo Kiev tryggði sér sigur í riðlinum með 4-1 sigri á Partizan Belgrad. Partizan hélt öðru sætinu þrátt fyrir tapið. Ribeiro Moraes Junior skoraði þrennu fyrir úkraínska liðið.

C-riðill: Braga vinnur riðilinn þrátt fyrir 2-1 tap á móti Istanbul Basaksehir. Ludogorets gerði 1-1 jafntefli við Hoffenheim og tryggði sér annað sætið.

D-riðill: AC Milan tapaði 2-0 fyrir HNK Rijeka en það skipti ekki máli því ítalska liðið var þegar búið að vinna riðilinn. AEK Aþena náði öðru sætinu eftir markalaust jafntefli við Austria Vín.

E-riðill: Atalanta vann Lyon 1-0 og endar efst í riðlinum en bæði liðin voru komin áfram. Everton vann sinn fyrsta sigur í riðlakeppninni þegar liðið sótti þrjú stig til Kýpur. Everton endaði því ekki í neðsta sæti riðilsins.  

F-riðill: Sheriff Tiraspol byrjaði daginn í efsta sætinu en duttu nður í þriðja sætið eftir 2-0 tap á móti FC Kaupmannahöfn. Danirnir komust áfram og það gerðu einnig leikmenn Lokomotiv Moskvu eftir 2-0 sigur á Zlín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.