Handbolti

Enn ein handboltasýningin hjá stelpunum hans Þóris á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stine Bredal Oftedal skorar eitt marka sinna í kvöld.
Stine Bredal Oftedal skorar eitt marka sinna í kvöld. Vísir/Getty

Norska kvennalandsliðið í handbolta vann átkán marka stórsigur á Tékklandi í kvöld, 34-16, á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi.

Norsku stelpurnar hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu með samtals 56 mörkum eða með 14 mörkum að meðaltali í leik.

Norska liðið er þó ekki búið að tryggja sér sigur í riðlinum því Noregur og Svíþjóð spila hreinan úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni.

Norsku stelpurnar voru 20-7 yfir í hálfleik og voru komnar í 26-9 í seinni hálfleiknum. Tékkar náðu aðeins að laga stöðuna áður en norska liðið gaf aftur í og kláraði leikinn sannfærandi.

Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins, var kosin besti maður leiksins í kvöld. Hún skoraði sex mörk en Nora Mörk var markahæst með sjö mörk. Öll mörk Noru Mörk komu í fyrri hálfleiknum.

Spánn og Frakkland gerðu 25-25 jafntefli í lokaleik kvöldsins í A-riðlinum en bæðin liðin eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum eins og Rúmenía og Slóvenía.


Úrslit á HM kvenna í handbolta í dag:

A-riðill
Paragvæ - Slóvenía 22-28
Rúmenía - Angóla 27-24
Spánn - Frakkland 25-25

Stig þjóða:
Rúmenía 8
Slóvenía 6
Frakland 5
Spánn 5
Angóla 0
Paragvæ 0

B-riðill
Pólland - Ungverjaland 28-31
Svíþjóð - Argentína  38-24
Tékkland - Noregur 16-34

Stig þjóða:
Noregur 8
Svíþjóð 6
Ungverjaland 4
Tékkland 4
Pólland 2
Argentína 0Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.