Innlent

Tveggja stafa frosttölur að mælast í flestum landshlutum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Bætir svolítið í vind og él á morgun og áfram verður kalt í veðri.
Bætir svolítið í vind og él á morgun og áfram verður kalt í veðri. Vísir/Ernir
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag og á morgun, strekkingi eða allhvössum vindi austanlands en hægari annars staðar á landinu. Yfirleitt bjart veður sunnan- og vestanlands, en dálítil él norðaustantil. Áfram kalt í veðri og tveggja stafa frosttölur að mælast í flestum landshlutum. Ekki er um neinn metkulda að ræða þó.

Bætir svolítið í vind og él á morgun en áfram kalt í veðri. Hæg breytileg átt um mestallt land á mánudag, víða léttskýjað og áfram kalt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en norðan 8-13 og dálítil él með austurströndinni framan af degi. Frost 2 til 12 stig. Vaxandi sunnanátt á suðvestanverðu landinu um kvöldið, þykknar upp þar og dregur úr frosti.

Á þriðjudag: Suðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða slydda, en rigning með ströndinni. Hiti kringum frostmark. Hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi fram undir kvöld, síðan dálítil snjókoma á þeim slóðum og dregur úr frosti.

Á miðvikudag: Norðaustanátt og slydda eða snjókoma N- og A-lands, en rigning við ströndina. Yfirleitt þurrt á S- og V-landi. Hiti um frostmark við sjóinn, en vægt frost inn til landsins.

Á fimmtudag: Norðaustanátt og él, en léttskýjað sunnan heiða. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt og úrkomulítið. Frost um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×