Körfubolti

Elvar Már frábær í tvíframlengdum leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Már Friðriksson í landsleik fyrir Ísland
Elvar Már Friðriksson í landsleik fyrir Ísland Vísir/Ernir
Tvíframlengja þurfti leik Barry og Tampa í bandaríska háskólaboltanum í kvöld. Elvar Már Friðriksson hefði getað tryggt Barry sigurinn eftir fyrri framlenginguna, en flautuþristur hans geigaði og lengja þurfti leikinn aftur um fimm mínútur.

Elvar fór á kostum í leiknum, skoraði 43 stig, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Það var því vel við hæfi að Elvar tryggði Barry sigurinn með því að leggja upp þriggja stiga skotið sem kom Barry yfir, taka svo sóknarfrákast og fiska villu og innsigla sigurinn með því að setja niður bæði vítaskotin sín. Barry fór að lokum með 107-103 sigur. 

Valur Orri Valsson var duglegri í að búa til fyrir liðsfélaga sína en að skora sjálfur þegar Florida Tech vann Nova Southeastern 103-99.



Valur Orri var með 13 stoðsendingar, skoraði sex stig og tók þrjú fráköst. Lang stigahæstur í liði Florida var Sam Daniel með 47 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×