Hærri desemberuppbót elítu birtingarmynd misskiptingar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði. Við því þurfi að bregðast. Fréttablaðið/Stefán „Manni finnst með ólíkindum að einhver elíta skuli lúta öðrum lögmálum þegar kemur að einhverju eins og desemberuppbót,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fái ríflega 95 þúsund krónum hærri desemberuppbót en launþegar á hinum almenna vinnumarkaði. Ragnar segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði gagnvart stjórnvöldum sem fróðlegt verður að sjá hvort ný ríkisstjórn muni reyna að brúa. Algeng desemberuppbót, sem launafólk á rétt á eigi síðar en 15. desember ár hvert á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, er í ár að hámarki 86 þúsund krónur. Til samanburðar var uppbótin 82 þúsund krónur í fyrra og 78 þúsund árið 2015 og hefur því hækkað um 8 þúsund krónur á tímabilinu. Á sama tíma fá þeir sem heyra undir kjararáð að hámarki 181.868 krónur í ár, líkt og í fyrra. Árið 2015 nam upphæðin rúmlega 148 þúsund krónum og hefur því hækkað um ríflega 33 þúsund á sama tímabili. Hafa ber í huga að samkvæmt reglum kjararáðs er desemberuppbótin greidd þeim sem eru í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október, hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári er greitt hlutfallslega. Launaákvarðanir og hækkanir kjararáðs hafa verið harðlega gagnrýndar en hæst bar umdeilda ákvörðun ráðsins í fyrra um að hækka laun kjörinna fulltrúa um tugi prósenta. Ragnar bendir á að í ákvörðunum ráðsins hafi afturvirkni launahækkana einnig vakið reiði. „Desemberuppbót er greidd óháð tekjum á hinum almenna markaði. Þetta er birtingarmynd misskiptingarinnar í hnotskurn, eins og með launahækkanir kjararáðs, langt umfram það sem eðlilegt getur talist á vinnumarkaði og afturvirkni þeirra ákvarðana. Svo eru þetta sömu embættismenn og ráðamenn og eru að krefja opinbera og almenna markaðinn um hófsemi til að verja stöðugleika en svo fara þeir ekki eftir því sjálfir og sjálftakan virðist vera mest hjá þeim sjálfum.“ Ragnar Þór segir segir þetta eitt margra mála sem séu að eitra ástandið á vinnumarkaði. „Maður sér ekki fyrir sér hvernig stjórnvöld ætla sér að leysa þennan vanda og þessa gjá sem myndast hefur á bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinum gagnvart stjórnvöldum. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr stjórnarsáttmálanum og hvort einhverjar tilraunir verði þar gerðar til að ná sáttum á vinnumarkaði.“ Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
„Manni finnst með ólíkindum að einhver elíta skuli lúta öðrum lögmálum þegar kemur að einhverju eins og desemberuppbót,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fái ríflega 95 þúsund krónum hærri desemberuppbót en launþegar á hinum almenna vinnumarkaði. Ragnar segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði gagnvart stjórnvöldum sem fróðlegt verður að sjá hvort ný ríkisstjórn muni reyna að brúa. Algeng desemberuppbót, sem launafólk á rétt á eigi síðar en 15. desember ár hvert á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, er í ár að hámarki 86 þúsund krónur. Til samanburðar var uppbótin 82 þúsund krónur í fyrra og 78 þúsund árið 2015 og hefur því hækkað um 8 þúsund krónur á tímabilinu. Á sama tíma fá þeir sem heyra undir kjararáð að hámarki 181.868 krónur í ár, líkt og í fyrra. Árið 2015 nam upphæðin rúmlega 148 þúsund krónum og hefur því hækkað um ríflega 33 þúsund á sama tímabili. Hafa ber í huga að samkvæmt reglum kjararáðs er desemberuppbótin greidd þeim sem eru í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október, hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári er greitt hlutfallslega. Launaákvarðanir og hækkanir kjararáðs hafa verið harðlega gagnrýndar en hæst bar umdeilda ákvörðun ráðsins í fyrra um að hækka laun kjörinna fulltrúa um tugi prósenta. Ragnar bendir á að í ákvörðunum ráðsins hafi afturvirkni launahækkana einnig vakið reiði. „Desemberuppbót er greidd óháð tekjum á hinum almenna markaði. Þetta er birtingarmynd misskiptingarinnar í hnotskurn, eins og með launahækkanir kjararáðs, langt umfram það sem eðlilegt getur talist á vinnumarkaði og afturvirkni þeirra ákvarðana. Svo eru þetta sömu embættismenn og ráðamenn og eru að krefja opinbera og almenna markaðinn um hófsemi til að verja stöðugleika en svo fara þeir ekki eftir því sjálfir og sjálftakan virðist vera mest hjá þeim sjálfum.“ Ragnar Þór segir segir þetta eitt margra mála sem séu að eitra ástandið á vinnumarkaði. „Maður sér ekki fyrir sér hvernig stjórnvöld ætla sér að leysa þennan vanda og þessa gjá sem myndast hefur á bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinum gagnvart stjórnvöldum. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr stjórnarsáttmálanum og hvort einhverjar tilraunir verði þar gerðar til að ná sáttum á vinnumarkaði.“
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira