Sport

Sleit hásin um leið og hann tryggði sínu liði sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
D'Onta Foreman.
D'Onta Foreman. Vísir/Getty
D'Onta Foreman átti mjög góðan leik í NFL-deildinni í gær þegar lið hans Houston Texans vann sigur á Arizona Cardinals 31-21.

D'Onta Foreman er nýliði og var að eiga sinn besta leik á tímabilinu en það er ljóst að leikirnir verða ekki fleiri hjá honum á þessu tímabili.  Foreman hleypur ekki aftur inn á völlinn í NFL fyrr en í fyrsta lagi haustið 2018.

Ástæðan er að hann meiddist illa um leið og hann gulltryggði Texans liðinu sigurinn í leiknum í gær. Foreman skoraði þá snertimark eftir flott 34 jarda hlaup en virtist slíta hásin rétt áður en hann komst inn í endamarkið.

Það er varla hægt að ímynda sér hvernig honum leið á þeirri stundu og hvað þá þegar alvarleiki meiðslanna kom í ljós.



John McClain, blaðamaður Houston Chronicle, sagði fyrst frá því að D'Onta Foreman væri með slitna hásin.

Foreman talaði sjálfur um að þetta var verið súrsætur dagur en hér fyrir neðan má sjá þetta atvik.





D'Onta Foreman var á þessari stundu búinn að hlaupa 65 jarda með boltann og skora tvö snertimörk. Hann hafði hlaupið samtals 262 jarda í fyrstu níu leikjunum. Þetta var því hans langbesti leikur á leiktíðinni.

Stuðningsmenn Houston Texans hljóta að halda að einhver sé á móti þeim því fyrr í vetur missti liðið einnig annan frábæran nýliða í alvarleg meiðsli en það var leikstjórnandann Deshaun Watson. Hann sleit krossband á æfingu þegar spekingar voru farnir að tala um hann sem einn besta leikstjórnanda NFL-deildarinnar.





TOUCHDOWN #TEXANS!!!!!!! pic.twitter.com/RddHJCc0AB

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×