Erlent

Gróf ungabörn sín í steypu

Atli Ísleifsson skrifar
Konan gaf sig sjálfviljug fram á lögreglustöðinni í Osaka í gær.
Konan gaf sig sjálfviljug fram á lögreglustöðinni í Osaka í gær. Vísir/Getty
Kona í Japan hefur verið handtekin vegna gruns um að hafa grafið fjögur ungabörn í steypu. Konan gaf sig sjálfviljug fram á lögreglustöðinni í Osaka í gær.

Hin 53 ára Mayumi Saito greindi lögreglu frá því að hún hafi komið börnunum í heiminn á árunum 1992 til 1997, en að fjárhagserfiðleikar hafi gert það að verkum að hún gat ekki séð um börnin.

Börnin faldi hún í fötum sem hún fyllti af steypu og kom svo fyrir í skáp í íbúð sinni. Lögregla fann föturnar og benda fyrstu rannsóknir til að líkamsleifar barna séu þar að finna.

Enn liggur ekki fyrir hvort börnin hafi fæðst andvana eða hvort konan hafi ráðið þeim bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×