Handbolti

Guðjón Valur að rústa netkosningunni um besta vinstri hornamann heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Getty
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og leikmaður þýsku meistaranna í Rhein Neckar Löwen er að gera frábæra hluti í netkosningunni á besta vinstri hornamanni heims.

Handball-planet.com síðan stendur fyrir kosningunni en fjórir leikmenn voru tilnefndir í vinstra hornið. Auk Guðjóns Vals eru það Þjóðverjinn Uwe Gensheimer hjá Paris Saint Germain, Rússinn Timur Dibirov hjá RK Vardar Skopje og Svíinn Jerry Tollbring sem er liðsfélagið Guðjóns Vals hjá Rhein Neckar Löwen.

Það er óhætt að segja að okkar maður sé hreinlega að rústa þessari kosningu. Í morgun var Guðjón Valur kominn með 65 prósent atkvæða. Rétt fyrir klukkan átta voru 4982 manns búnir að velja hann en í öðru sætinu kom Uwe Gensheimer með 1554 atkvæði.

Guðjón Valur er ennþá í stór hlutverki hjá bæði íslenska landsliðinu og Löwen liðinu þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Hann varð sem dæmi fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð með 201 mark í 33 leikjum.

Það boðar líka gott að hafa Guðjón Val í sínu liði en þegar hann vann þýska meistaratitilinn með Rhein Neckar Löwen síðasta vor þá var hann að verða landsmeistari sjöunda árið í röð. Guðjón Valur vann danska titilinn með AG 2012, þýska titilinn með Kiel 2013 og 2014, spænska titilinn með Barcelona 2015 og 2016 og loks þýska titilinn með Löwen.

Þeir sem vilja hjálpa Guðjóni Val að vinna þessa kosningu geta farið hingað inn og kosið hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×