Bíó og sjónvarp

Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorvaldur Davíð tók við verðlaununum.
Þorvaldur Davíð tók við verðlaununum. vísir

Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi.

Svanurinn fjallar um níu ára stúlku sem send er í sveit og lendir þar í aðstæðum sem hún á í basli við að kljást við, þó hún sé sjálfstæð og hugmyndarík. Gríma Valsdóttir leikur stúlkuna en önnur aðalhlutverk leika Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ingvar E. Sigurðarson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.

Svanurinn sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september síðastliðnum og hlaut lofsamlega dóma. Myndin hefur ferðast á milli hátíða það sem af er hausts við mjög góðar undirtektir.

Birgitta Björnsdóttir og Hlín Jóhannesdóttir eru aðalframleiðendur Svansins en myndin er þriggja landa samframleiðsla milli Íslands, Þýskalands og Eistlands.

Kvikmyndin Svanurinn verður frumsýnd á Íslandi í 5. janúar 2018.  Það var Þorvaldur Davíð sem tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.