Enski boltinn

„Fössari“ í ensku úrvalsdeildinni í kvöld | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enska úrvalsdeildin býður upp á leik í kvöld þegar West Ham tekur á móti Leicester City á London leikvanginum en leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni á Stöð 2 Sport.  

Þetta er fyrsti leikurinn í þrettándu umferð deildarinnar og bæði lið fá þarna kjörið tækifærið til að keyra sig í gang áður en jólamánuðurinn gengur í garð.

Þarna eru að mætast tvö lið sem hafa skipt um knattspyrnustjóra á leiktíðinni. Claude Puel kom inn fyrir Craig Shakespeare hjá Leicester og David Moyes kom inn fyrir Slaven Bilić hjá West Ham.

Leicester liðið er vann fyrsta leikinn undir stjórn Claude Puel en hefur síðan náð verri úrslitum með hverri leik, gerðir jafntefli við Stoke í leik tvö og tapaði síðan síðasya leik á móti Manchester City.

David Moyes hefur enn ekki náð að fagna sigri á heimavelli sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2017 (4 jafntefli, 6 töp) en hann byrjaði árið sem stjóri Sunderland og er nú nýtekin við West Ham. West Ham tapaði 2-0 á móti Watford í fyrsta leik Moyes með liðið.

Leicester er sex sætum ofar í töflunni en vinni West Ham verður liðið aðeins einu stigi á eftir refunum.

Í spilaranum hér fyrir ofan má finna létta upphitun fyrir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×