Enski boltinn

Klopp: Ég tek hundrað prósent ábyrgð á spilamennsku Moreno

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alberto Moreno fær orð í eyra frá Jürgen Klopp.
Alberto Moreno fær orð í eyra frá Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Alberto Moreno, bakvörður Liverpool, átti ekki góðan leik á móti Sevilla í Meistaradeildinni í vikunni þar sem Liverpool missti 3-0 forystu niður í 3-3 jafntefli.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tók fulla ábyrgð á frammistöðu Spánverjans þegar hann hitti enska blaðamenn í dag en Klopp var þá að ræða leik Liverpool og Chelsea sem fram fer á morgun.

Moreno fékk meðal dæmda á sig klaufalega vítaspyrnu í leiknum en hann var þarna að mæta sínu gamla félagi.  Liverpool liðið var með unnin leik en missti öll tök í seinni hálfleik þar sem Sevilla menn skoruðu þrjú mörk.

„Ég talaði að sjálfsögðu við Alberto. Ég er mjög ánægður með formið hans og ég er ánægður með hans spilamennsku,“ sagði Jürgen Klopp en spænski bakvörðurinn hefur átt endurnýjun lífdaga á Anfield á þessu tímabili.

„Ég veit vel að þetta var ekki einn af hans bestu leikjum og það er á mína ábyrgð. Ég hefði getað haft þetta öðruvísi og svo var þetta erfitt fyrir hann í þessum kringumstæðum í Sevilla. Allir voru að tala við hann eins og hann væri hluti af fjölskyldunni þeirra,“ sagði Klopp.

„Ég hefði átt að hugsa betur um uppstillinguna eða gera breytingu fyrr. Þetta var ekki leikmanninum sjálfum að kenna því ég tek hundrað prósent ábyrgð á þessu,“ sagði Klopp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×