Erlent

Lögreglan í London með viðbúnað við Oxford Circus

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Oxford Circus er neðanjarðarlestarstöð við verslunargötuna Oxford Street.
Oxford Circus er neðanjarðarlestarstöð við verslunargötuna Oxford Street. vísir/getty
Uppfært klukkan 18:41:

Dregið hefur verið úr viðbúnaði lögreglu við Oxford Circus og á Oxford Street þar sem ekkert bendir til þess að skotum hafi verið hleypt af þar fyrr í dag.

Uppfært klukkan 17:55:

Búið er að opna bæði lestarstöðvarnar á Oxford Circus og á Bond Street en þeim var báðum lokað fyrir rúmum klukkutíma.

Uppfært klukkan 17:53:


Lögreglan í London sendi nú rétt í þessu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Lögreglan hefur ekki fundið neina grunaða, ekki fundið nein sönnunargögn sem benda til þess að skotum hafi verið hleypt af eða að einhver hafi látið lífið. Lögreglumenn munu áfram vinna á svæðinu við Oxford Circus.

Ef þú ert innandyra haltu þig innandyra og ef þú ert úti við á Oxford Street skaltu yfirgefa svæðið. Lögreglumenn munu áfram leita á svæðinu.

Lögreglan í London er nú með viðbúnað við neðanjarðarlestarstöðina Oxford Circus í miðborg London vegna ótilgreinds atviks að því er fram kemur á vef Guardian.

Lögreglan segir að viðbúnaður miðist við það að atvikið sé mögulega hryðjuverk. Á vef Guardian segir að nokkrum skotum hafi verið hleypt af á Oxford Street. Samkvæmt lögreglunni er að minnsta kosti ein kona með minniháttar meiðsl en talið er að hún hafi hlotið þau þegar fólk flúði af vettvangi en ákveðið panikkástand skapaðist þar.

Fyrst var var vísað til skilaboða frá lögreglunni á Twitter þar sem sagði að lögreglumenn væru að athuga atvik tengt viðskiptavini neðanjarðarlestanna. Oxford Circus-stöðin er lokuð eins og er og er fólk beðið um að forðast svæðið.

Lestir stoppa nú ekki á stöðinni en blaðamaður BBC á vettvangi segist hafa séð fólk hlaupa hlaupa í burtu frá Oxford Circus og að sumir hafi verið grátandi og öskrandi.

Fréttin var uppfærð klukkan 18:41.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×