Innlent

Búist við tíu stiga hita á morgun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er nánast peysuveður á Höfn í Hornafirði á morgun.
Það er nánast peysuveður á Höfn í Hornafirði á morgun. VÍSIR/PJETUR

Veðurstofan gerir ráð fyrir því að hiti fari hækkandi fram að helgi. Þannig geti íbúar og gestir Suðausturlands gert ráð fyrir allt að 10 stiga hita á morgun.

Veðurfræðingur á vakt segir að vestlæg átt leiki nú um landið og beri með sér rakt og milt loft, sem gefur súld á vesturhelmingnum, jafn vel slyddu í innsveitum.

Fyrir austan verði þó mun bjartara og yfirleitt þurrt. Það hvessir á morgun úr suðvestri og bætir í vætuna, einkum þó vestan til.

Hiti víða 0 til 5 stig síðdegis í dag en frost 0 til 5 stig fyrir austan. Hitinn verður á bilinu 3 til 8 stig á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðvestan 10-18 m/s, hvassast NV-til og súld eða rigning með köflum, en þurrt að kalla eystra. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast fyrir austan.

Á föstudag:
Suðvestanátt, víða 10-15 m/s og rigning eða súld, en hægara og þurrt NA-lands. Vestlægari um kvöldið og bætir í vind. Hiti víða 3 til 8 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Ákveðin vestanátt með skúrum eða slydduéljum, en úrkomulítið fyrir austan og kólnar í veðri.

Á mánudag og þriðjudag:
Snýst líklega á norðanátt með snjókomu eða éljum, en rofar til sunnan heiða. Kalt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.