Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Slubbulegur sóknarleikur Þórs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Þór Þorlákshöfn tapaði á heimavelli fyrir ÍR í sjöttu umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn.

Eftir að hafa orðið Meistarar meistaranna hefur liðið valdið miklum vonbrigðum á tímabilinu og er eins og er í fallbaráttu í deildinni.

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu Þórsara á föstudagskvöld.

Sóknarleikur Þórs var ekki til fyrirmyndar í leiknum og notuðu þeir orðið „slubbulegur“ með vísun í enska orðið sloppy, til þess að lýsa honum.

„Ég held að hlutverkaskiptin séu ekki alveg nógu klár í þessu liði. Þeir ná ekki almennilega saman og úr verður þessi slubbulegi sóknarleikur,“ sagði einn spekinga þáttarins, Kristinn Geir Friðriksson.

„Þetta er svona 2003 körfubolti sem Pellot-Rosa er að spila,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, en bandaríski leikmaður Þórs, Jesse Pellot-Rosa, hefur ekki heillað sérfræðingana til þessa.

„Þetta passar ekki inn í nútíma körfubolta,“ hélt Kjartan Atli áfram og Kristinn Geir tók undir það með honum.

„Þetta stoppar allan sóknarleik,“ sagði Kristinn.

„Ofboðslega erfitt að horfa á þennan sóknarleik,“ sagði Hermann Hauksson. „Þegar hann fær boltann, þá er boltinn stopp. Hinir sem eru með honum í liði vita ekki alveg hvað þeir eiga að vera að gera.“

Það var þó ekki bara sóknarleikurinn sem var tekinn í gegn heldur höfðu sérfræðingarnir einnig mikið á varnarleikinn út að setja.

„Allar færslur eru svo rangar,“ sagði Hermann.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - ÍR 69-77 | ÍR-ingar gefa ekkert eftir

ÍR-ingar ætla ekki að gefa neitt eftir í Domino´s deild karla í körfubolta en Breiðhyltingar sóttu tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. ÍR vann leikinn 77-69 og hefur þar með unnið þrjá leiki í röð og fimm af fyrstu sex deildarleikjum tímabilsins. Heimamenn hafa hinsvegar aðeins unnið einn deildarleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.