Handbolti

Egidijus: Ægir er bara fyrir mér í sókninni

Benedikt Grétarsson skrifar
Egidijus Mikalonis var óstöðvandi í kvöld.
Egidijus Mikalonis var óstöðvandi í kvöld. vísir/ernir

„Ég var heppinn með skotin mín,“ sagði hógvær hetja Víkinga, Egidijus Mikalonis eftir 31-31 jafntefli liðsins gegn Haukum. Óhætt er að segja að hann sé þá heppnasti maður landsins, því að hann skoraði hvorki fleiri né færri en 17 mörk í leiknum. En hver var galdurinn?

„Ég hélt bara áfram að skjóta og hélt áfram að skora. Þetta er ekkert flóknara en það.“

Og landsliðsmarkmaðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti ekki roð í kallinn?

„Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja en….já!“

Hinn kjarnyrti Egidius er sammála blaðamanni að Víkingar léku vel sem lið og geta byggt á þessari frammistöðu í næstu leikjum.

„Við skulduðum svolítið áhorfendum miðað við seinustu leikina hjá okkur. Fólk er að mæta og við töpum svo með 10-12 mörkum. Fólk var alveg að fara að hætta að nenna að mæta en við sýndum í kvöld að það er vel þess virði að mæta á leikina okkar.“

Skyttan er ekki bara eitruð inni á vellinum, heldur skaut hann líka liðsfélaga sinn á bólakaf með bros á vör.

„Ægir Hrafn var ekki með og það gefur okkur meira pláss í sókninni og ég gat skorað fleiri mörk. Ég held að Ægir sé bara fyrir, hann er svolítið stór maður,“ sagði 17 marka maðurinn léttur að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.