Enski boltinn

Gömul meiðsli tóku sig upp hjá Mané

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki liggur fyrir hvort Sadio Mané missi af einhverjum leikjum með Liverpool á næstunni.
Ekki liggur fyrir hvort Sadio Mané missi af einhverjum leikjum með Liverpool á næstunni. vísir/getty

Sadio Mané er kominn aftur til Liverpool úr landsliðsverkefni með Senegal eftir að gömul meiðsli aftan í læri tóku sig aftur upp.

Mané og félagar tryggðu sér sæti á HM í Rússlandi með sigri á Suður-Afríku á föstudaginn.

Senegal og Suður-Afríka mætast aftur á morgun en Mané verður ekki með í leiknum sem er þýðingarlaus fyrir bæði lið.

Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Manés eru og hvort hann missi af einhverjum leikjum með Liverpool á næstunni.

Mané meiddist aftan í læri í síðasta landsleikjahléi og missti af nokkrum leikjum með Liverpool. Hann sneri aftur á völlinn þegar Rauði herinn vann 1-4 sigur á West Ham um þarsíðustu helgi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.