Enski boltinn

De Bruyne: Erum ekki óstöðvandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne. Vísir/Getty

Manchester City hefur ekki tapað í fyrstu 11 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er með átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Miðjumaðurinn Kevin de Bruyne telur þó ekki að liðið geti leikið eftir afrek Arsenal frá tímabilinu 2003/04 og farið alla 38 leikina án taps.

„Ég held það sé ekki hægt þar sem það eru svo margir leikir og of margir mikilvægir leikir,“ sagði Belginn í viðtali við Sky Sports.

„Öll lið í ensku úrvalsdeildinni eiga nóg af peningum og öll lið eru með marga hágæða leikmenn. Svo einn daginn þá munum við mæta liði sem spilar taktík sem vinnur okkur, eða þeir eiga betri dag.“

De Bruyne hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína það sem af er tímabilinu og hefur meðal annars verið borinn saman við menn eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

„Mér er alveg sama,“ sagði de Bruyne aðspurður út í þennan samanburð. „Fólk er of mikið að bera leikmenn saman við einhverja aðra. Það eru of margir góðir leikmenn í heiminum. Ég mun bara vinna einstaklingsverðlaun ef mér tekst að vinna eitthvað með City.“

„Ég reyni að halda áfram að spila eins og ég hef verið að gera og augljóslega þá er spilamennska okkar mjög jákvæð og það er ánægjulegt,“ sagði Kevin de Bruyne.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.