Erlent

Trump tilnefnir fyrrverandi lyfjaforstjóra sem heilbrigðisráðherra

Kjartan Kjartansson skrifar
Alex Azar var aðallögfræðingur heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna í tíð Bush yngri.
Alex Azar var aðallögfræðingur heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna í tíð Bush yngri. Vísir/AFP
Alex Azar, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og embættismaður í forsetatíð George W. Bush, hefur verið tilnefndur í embætti heilbrigðisráherra Bandaríkjanna. Forveri Azar í embætti, Tom Price, sagði af sér vegna hneykslis í kringum gríðarlegan ferðakostnað hans.

Donald Trump forseti tísti um að Azar myndi bæta heilbrigðisþjónustu og lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar hann tilkynnti um tilnefningu hans í dag.

Azar, sem er fimmtugur, var forseti Lilly USA, stærsta dótturfyrirtækis lyfjarisans Eli Lilly and Co. Washington Post segir að hann hafi verið harðlega gagnrýninn á Obamacare, sjúkratryggingalögin sem samþykkt voru í tíð Baracks Obama.

Repúblikanar hafa reynt að afnema Obamacare eftir að Trump tók við völdum en sundrung innan þeirra eigin raða hefur komið í veg fyrir að þeir hafi erindi sem erfiði.

Price sagði af sér í september eftir uppljóstranir um að hann hefði eytt meira en einni milljón dollara í ferðalög með einkaþotum sem ráðherra á þessu ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×