Körfubolti

Sjö sigrar í röð hjá meisturunum | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin Durant var stigahæstur hjá Golden State í sigrinum á Orlando.
Kevin Durant var stigahæstur hjá Golden State í sigrinum á Orlando. vísir/getty

Meistarar Golden State Warriors unnu sinn sjöunda leik í röð í NBA-deildinni þegar þeir báru sigurorð af Orlando Magic, 110-100, í nótt.

Kevin Durant var stigahæstur í jöfnu liði Golden State með 21 stig. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Cleveland Cavaliers er aðeins að rétta úr kútnum en í nótt gerði liðið góða ferð til New York og vann þriggja stiga sigur á Knicks, 101-104.

LeBron James var að venju atkvæðamestur í liði Cleveland. Hann skoraði 23 stig, tók níu fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Kyle Korver kom með 21 stig af bekknum, þar af 19 í 4. leikhluta.

Það gengur hvorki né rekur hjá Los Angeles Clippers en liðið hefur tapað sex leikjum í röð. Í nótt laut Clippers í lægra haldi fyrir Philadelphia 76ers, 105-109, á heimavelli.

Joel Embiid átti frábæran leik fyrir Philadelphia; skoraði 32 stig og tók 16 fráköst. Ray Covington kom næstur með 31 stig.

Úrslitin í nótt:
Golden State 110-100 Orlando
NY Knicks 101-104 Cleveland
LA Clippers 105-109 Philadelphia
Washington 110-92 Sacramento
Milwaukee 110-103 Memphis
New Orleans 106-105 Atlanta
Phoenix 93-100 LA Lakers
Utah 98-109 Minnesota
Portland 99-82 Denver

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.