Enski boltinn

Shaw bakkaði á Jones

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lífið leikur ekki beint við Luke Shaw þessa dagana.
Lífið leikur ekki beint við Luke Shaw þessa dagana. vísir/getty

Það gengur ekkert upp hjá Luke Shaw, leikmanni Manchester United, þessa dagana.

Í síðasta mánuði bakkaði Shaw Ranger Rover jeppa sínum á Bentley-bíl Phil Jones, samherja síns, á Carrington, æfingasvæði United.

Heimildarmaður The Sun segir að enginn hafi meiðst og litlar skemmdir hafi orðið á bílunum. Því fylgdi líka sögunni að Shaw hafi að sjálfsögðu efni á að borga viðgerðina.

Shaw er ekki í náðinni hjá José Mourinho, knattspyrnustjóra United, og hefur aðeins spilað tvo leiki á tímabilinu. Hvorugur þeirra var í byrjunarliði.

Shaw kom til United frá Southampton sumarið 2014. Líklegt þykir að hann yfirgefi félagið fyrr en síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.