Lífið

Piana stundaði það að sniffa örvandi fæðubótarefni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rich Piana var meðvitundarlaus þegar sjúkraliðar komu að heimili hans.
Rich Piana var meðvitundarlaus þegar sjúkraliðar komu að heimili hans. Vísir/getty

Dægurmálarisinn TMZ greinir frá því að vaxtaræktarkappinn Rich Piana hafa stundað það að taka örvandi efni í nefið fyrir æfingar. Um er að ræða örvandi fæðubótarefni sem kallast „pre-workout“ og margir Íslendingar sem stunda líkamsrækt kannast vel við. Venjan er að blanda efninu saman við vatn og drekka það.

Piana lést í ágúst eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunarvél í 18 daga. Sara Heimisdóttir, fyrrverandi eiginkona hans, greindi frá andláti Rich Piana á sínum tíma á Facebook.

Talið er að ástæðan fyrir andláti Piana hafi verið of stór lyfjaskammtur en hvítt duft fannst inni í íbúð hans.

Duftið var af tegundinni CON-CRET PRE workout sem er mjög örvandi. Fram kemur í grein TMZ að Piana hafi stundað það að sniffa slík efni. Einnig fundust tuttugu flöskur af steraefni inni í íbúðinni en Piana var 46 ára þegar hann lést.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.