Sport

Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Björn Lúkas hefur náð góðum árangri á HM.
Björn Lúkas hefur náð góðum árangri á HM.

Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn hefur unnið tvo bardaga á fyrstu tveimur dögum mótsins.

Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram í Barein þessa dagana en það er alþjóðlega MMA sambandið (IMMAF) sem stendur að mótinu. MMA samband Barein og Ólympíuráð landsins býður Birni út á mótið og greiðir allan kostnað fyrir Björn og þjálfara.

Mjölnismaðurinn Björn Lúkas er eini Íslendingurinn á mótinu en hann hefur nú unnið fyrstu tvo bardagana sína á mótinu. Í gær, mánudag, sigraði hann Spánverja með armlás í 1. lotu.

Í dag mætti hann svo Fionn Healy-Magwa frá Írlandi en Írinn æfir hjá SBG í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh. Bardaginn var því hálfgerður frændaslagur enda lengi ríkt vinskapur og samstarf á milli SBG og Mjölnis.

Það hafði greinilega engin áhrif á Björn Lúkas sem fór einfaldlega létt með Írann. Björn Lúkas raðaði höggunum inn og kláraði hann svo með hásparki þegar 1. lota var hálfnuð.

Björn er nú búinn að klára báða bardaga sína á HM í 1. lotu. Samtals er hann búinn með fjóra bardaga á MMA ferlinum og alla hefur hann klárað í 1. lotu. Hinn 22 ára Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og hefur stefnt að MMA lengi.

Björn Lúkas mætir svo Ný-Sjálendingnum Stacy Waikato á morgun í 8-manna úrslitum. Bardögunum er streymt í gegnum smáforrit BahrainTV og verður hægt að sjá Björn Lúkas berjast þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.