Innlent

Leitað í sjónum við Sæbraut

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum.
Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum. Vísir/Ernir

Mikill viðbúnaður er nú við Sæbraut. Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað hvort einhver hafi farið í sjóinn en verið sé að leita af sér allan grun.

Samkvæmt blaðamanni á staðnum er mikill viðbúnaður á vettvangi og eru þar bátar, slökkviliðsbílar, sjúkrabílar sem og einhverjir lögreglubílar.

Ekki fást frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Uppfært 21:28:
Tilkynning sem neyðarlínunni barst í kvöld um að einstaklingur hefði farið í sjóinn hjá Sæbraut við Kirkjusand reyndist vera gabb.

Vísir/Ernir
Vísir/Ernir

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.