Körfubolti

Þrettándi sigur Boston í röð | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kyrie Irving var vopnaður andlitsgrímu í leiknum gegn Brooklyn í nótt.
Kyrie Irving var vopnaður andlitsgrímu í leiknum gegn Brooklyn í nótt. vísir/getty

Ekkert virðist geta stöðvað Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta. Í nótt vann liðið þrettánda sigurinn í röð þegar það lagði Brooklyn Nets að velli, 102-109.

Kyrie Irving skoraði 25 stig fyrir Boston og Marcus Morris var með 21 stig og 10 fráköst.

Toronto Raptors bar sigurorð af Houston Rockets, 113-129. Þetta var aðeins þriðja tap Houston í vetur.

DeMar DeRozan fór fyrir Toronto-liðinu í nótt og skoraði 27 stig. CJ Miles og Kyle Lowry skoruðu 19 stig hvor og sá síðarnefndi gaf einnig 10 stoðsendingar.

James Harden var að venju atkvæðamestur í liði Houston. Hann skoraði 38 stig og gaf 11 stoðsendingar. Harden hitti ekkert sérstaklega vel utan af velli en nýtti öll 19 vítin sín.

Þá vann San Antonio Spurs botnlið Vesturdeildarinnar, Dallas Mavericks, 91-97.

LaMarcus Aldridge skoraði 32 stig fyrir San Antonio sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar.

Úrslitin í nótt:
Brooklyn 102-109 Boston
Houston 113-129 Toronto
Dallas 91-97 San Antonio

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.