Enski boltinn

Mourinho brjálaður: Draga sig út úr landsliðinu út af smá flensu og litlu tánni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phil Jones fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Þýskalandi á föstudaginn.
Phil Jones fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Þýskalandi á föstudaginn. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er brjálaður yfir því að Phil Jones hafi spilað vináttulandsleik Englands og Þýskalands í síðustu viku.

Jones hefur glímt við meiðsli á síðustu vikum en var samt í byrjunarliði Englands gegn heimsmeisturunum. Jones haltraði af velli í fyrri hálfleik, spilaði ekki gegn Brasilíu í fyrradag og missir af leik United og Newcastle United um helgina.

„Jones hefur glímt við meiðsli. Hann hefur verið meiddur í þrjár vikur sem hafa komið í veg fyrir að hann spili fyrir félagið sitt en hann spilaði gegn Chelsea því það var stórleikur,“ sagði Mourinho ósáttur.

„Svo fer hann í landsliðið og kemur aftur með meiðsli sem allir vissu að voru til staðar.“

Mourinho segir að United fái ekki sömu meðferð og önnur félög þegar kemur að enska landsliðinu.

„Það eru alltaf leikmenn hjá sumum félögum sem eru alltaf meiddir. Það gæti verið nögl, smá flensa, litla táin og þeir draga sig úr landsliðinu og fá hvíld og fara í frí,“ sagði Mourinho.

„Um næstu helgi vil ég sjá hvort leikmennirnir sem drógu sig út úr landsliðinu muni spila. [Danny] Drinkwater? [Fabian] Delph? Jones er sá eini sem spilar ekki.“


Tengdar fréttir

Shaw bakkaði á Jones

Það gengur ekkert upp hjá Luke Shaw, leikmanni Manchester United, þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×