Fótbolti

Lingard fékk dauðafæri í lokin til að afgreiða Þjóðaverja | Frakkar og Brasilíumenn unnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesse Lingard fékk tækifæri til að tryggja Englandi sigurinn.
Jesse Lingard fékk tækifæri til að tryggja Englandi sigurinn. Vísir/Getty
England og Þýskaland gerðu markalaust jafntefli á Wembley í kvöld þegar þjóðirnar mættust í vináttulandsleik.

Manchester United maðurinn Jesse Lingard fékk dauðafæri í lokin en skaut yfir markið af stuttu færi.

Enska landsliðið fær hrós fyrir frammistöðuna en ungir leikmenn fengu tækifæri. Ruben Loftus-Cheek átti þannig flottan leik og Jordan Pickford stóð sig mjög vel í markinu.

Frakkland vann 2-0 sigur á Wales í vináttulandsleik sem fór fram á Stade de France í Frakklandi í kvöld.

Antoine Griezmann kom Frökkum í 1-0 á 18. mínútu eftir stoðsendingu frá Corentin Tolisso og Arsenal-maðurinn Olivier Giroud skoraði síðan seinna markið á 71. mínútu en Kylian Mbappé átti stoðsendinguna á hann.

Neymar, Marcelo og Gabriel Jesus skoruðu mörk Brasilíumanna í 3-1 sigri á Japan en næsta á dagskrá hjá brasilíska landsliðinu er vináttuleikur á móti Englendingum.

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk og Eden Hazard var með eitt í 3-3 jafntefli Belgíu og Mexikó í Brussel. Lukaku skoraði jöfnunarmarkið á 70. mínútu. Hirving Lozano skoraði tvö mörk fyrir Mexíkó og Andrés Guardado var síðan með þriðja markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×