Saga Reykjavíkurhafnar samofin sögu þjóðarinnar í heila öld Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2017 20:00 Um þessar mundir er þess minnst með ýmsum uppákomum að hundrað ár eru liðin frá því að byggingu Reykjavíkurhafnar lauk. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir höfnina hafa gegnt gríðarlega miklu hlutverki í sögu borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Starfsemin við Reykjavíkurhöfn hefur auðvitað breyst og þróast mikið á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því hún var byggð. Við höfnina hefur yfirleitt verið mjög öflugur sjávarútvegur og þar hafa margar að bestu minningum þjóðarinnar orðið til eins og þegar Halldór Laxness kom heim með nóbelsverðlaunin og handritin komu til Íslands í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni sem hreiðrað hefur um sig í gömlu höfninni innan um slippinn og aðra fisktengda starfsemi. Um þessar mundir er haldið upp á það með ýmsum hætti að öld er liðin frá því byggingu Reykjavíkurhafnar lauk, meðal annars með ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sá um að velja myndirnar. En höfnin hefur spilað stórt hlutverk í sögu borgarinnar og varð til þess að öll heildsala flyst til Reykjavíkur og þar er öllum varningi umskipað til annarra hafna. „Þetta verður líka til þess að öll stærri fiskiskipaútgerð verður frá Reykjavíkurhöfn. Það voru þrír af hverjum fjórum togurum fram í seinna stríð gerðir út frá Reykjavík. Þannig að hún átti gríðar mikinn þátt í þessari miklu aukningu mannfjölda hér í Reykjavík,“ segir Guðjón. Og þar með yfirburðastöðu borgarinnar gagnvart öðrum bæjum. Þá er saga þjóðarinnar samofin sögu hafnarinnar. „Ég tala nú ekki um á stríðsárunum. Það má segja að hernámið. Það má eiginlega segja að hernámið hafi farið fram í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina höfnin sem gat tekið á móti miklu herliði, hergögnum og birgðum og öllu mögulegu á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Þá hefur alls konar þjónustustarfsemi blómstrað við höfnina síðast liðinn hundrað ár og gerir enn. Þá fóru vörur og farþegaflutningar um höfnin, líka í upphafi flugs því flugbátar lentu við höfnina. Þannig að hún var náttúrlega lykilatriði í raun og veru fyrir allt mannlíf hér,“ segir sagnfræðingurinn. Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, er sannfærður um að gamla höfnin gegni mikilvægu hlutverki í framtíðinni. „Og Reykjavík er ein af stærstu verstöðum landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Í raun eina höfuðborgin í Evrópu sem er með fiskvinnslu inni í miðjum bæ,“ segir Gísli. Ferðaþjónustan eigi örugglega enn eftir að vaxa í návígi við höfnina en áfram þurfi að þjóna smærri og stærri útgerðir. Ef ég væri staddur 1913 og væri að líta til næstu 100 ára þá hefði ég sennilega verið mjög lélegur spámaður. Því þróunin hefur verið miklu hraðari ég ég held að menn hefðu látið sér í grun renna. Þannig að ef ég horfi til næstu 100 ára segi ég bara að höfnin á eftir að vera blómleg áfram,“ segir Gísli Gíslason. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Um þessar mundir er þess minnst með ýmsum uppákomum að hundrað ár eru liðin frá því að byggingu Reykjavíkurhafnar lauk. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir höfnina hafa gegnt gríðarlega miklu hlutverki í sögu borgarinnar og þjóðarinnar allrar. Starfsemin við Reykjavíkurhöfn hefur auðvitað breyst og þróast mikið á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því hún var byggð. Við höfnina hefur yfirleitt verið mjög öflugur sjávarútvegur og þar hafa margar að bestu minningum þjóðarinnar orðið til eins og þegar Halldór Laxness kom heim með nóbelsverðlaunin og handritin komu til Íslands í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá má ekki gleyma ferðaþjónustunni sem hreiðrað hefur um sig í gömlu höfninni innan um slippinn og aðra fisktengda starfsemi. Um þessar mundir er haldið upp á það með ýmsum hætti að öld er liðin frá því byggingu Reykjavíkurhafnar lauk, meðal annars með ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sá um að velja myndirnar. En höfnin hefur spilað stórt hlutverk í sögu borgarinnar og varð til þess að öll heildsala flyst til Reykjavíkur og þar er öllum varningi umskipað til annarra hafna. „Þetta verður líka til þess að öll stærri fiskiskipaútgerð verður frá Reykjavíkurhöfn. Það voru þrír af hverjum fjórum togurum fram í seinna stríð gerðir út frá Reykjavík. Þannig að hún átti gríðar mikinn þátt í þessari miklu aukningu mannfjölda hér í Reykjavík,“ segir Guðjón. Og þar með yfirburðastöðu borgarinnar gagnvart öðrum bæjum. Þá er saga þjóðarinnar samofin sögu hafnarinnar. „Ég tala nú ekki um á stríðsárunum. Það má segja að hernámið. Það má eiginlega segja að hernámið hafi farið fram í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina höfnin sem gat tekið á móti miklu herliði, hergögnum og birgðum og öllu mögulegu á stuttum tíma,“ segir Guðjón. Þá hefur alls konar þjónustustarfsemi blómstrað við höfnina síðast liðinn hundrað ár og gerir enn. Þá fóru vörur og farþegaflutningar um höfnin, líka í upphafi flugs því flugbátar lentu við höfnina. Þannig að hún var náttúrlega lykilatriði í raun og veru fyrir allt mannlíf hér,“ segir sagnfræðingurinn. Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, er sannfærður um að gamla höfnin gegni mikilvægu hlutverki í framtíðinni. „Og Reykjavík er ein af stærstu verstöðum landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Í raun eina höfuðborgin í Evrópu sem er með fiskvinnslu inni í miðjum bæ,“ segir Gísli. Ferðaþjónustan eigi örugglega enn eftir að vaxa í návígi við höfnina en áfram þurfi að þjóna smærri og stærri útgerðir. Ef ég væri staddur 1913 og væri að líta til næstu 100 ára þá hefði ég sennilega verið mjög lélegur spámaður. Því þróunin hefur verið miklu hraðari ég ég held að menn hefðu látið sér í grun renna. Þannig að ef ég horfi til næstu 100 ára segi ég bara að höfnin á eftir að vera blómleg áfram,“ segir Gísli Gíslason.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira