Lífið

Rökuðu augabrúnirnar af Karitas Hörpu þegar söfnunin fór yfir tvær milljónir

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Instagram/Karitas
Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir stóð við loforð sitt í gær og lét raka af sér augabrúnirnar í gær fyrir góðan málstað. Þær Erna Kristín Stefánsdóttir (ernuland) og Sara Monsour (Saramansour96) ákváðu að gera eitthvað öðruvísi til þess að aðstoða við söfnun í Neyðarsjóð UNICEF og skoruðu á nokkra þekkta áhrifavalda.

Í gær var góðgerðarviðburður á þeirra vegum á Húrra þar sem tilkynnt var að safnast hefði meira en tvær milljónir í þessu verkefni. Áður hafði söngkonan Karitas Harpa (karitasharpa) fengið áskorun um að ef því markmiði yrði náð þá yrðu augabrúnir hennar rakaðar af uppi á sviði.

Sara og Erna rökuðu augabrúnirnar af sönkonunni Karitas Hörpu í gær.Erna Kristín
„Ég held að stelpurnar sem rökuðu þetta hafi verið stressaðri en ég. Þetta var bara upplifun. Þetta er ákveðið lúkk, ég lít á þetta sem tóman striga og hlakka til að vinna með þetta,“ segir Karitas Harpa í samtali við Vísi.

„Þegar ég var komin heim og búin að þrífa af mér alla málninguna þá fannst mér þetta svolítið tómlegt, það verður erfitt að lesa svipbrigðin. Ég lita kannski eitthvað í þetta ef ég er að fara að syngja einhvers staðar.“

Neyðarsjóður UNICEF aðstoðar þau 300 þúsund börn sem hafa þurft að flýja til Bangladesh í kjölfar ofbeldisöldu í Mjanmar. Aðstæður barnanna eru mjög erfiðar. Þau eru hrædd, svöng og hafa mörg hver upplifað algjöran hrylling. Þau þurfa tafarlaust á okkar hjálp að halda og vildu því Erna og Sara taka þátt í að veita þessum börnum lífsnauðsynlega hjálp.

Sara, Erna og Karitas á viðburðinum í gær.Unicef
Nú þegar hafa fleiri áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tekið áskorunum frá Ernu og Söru fyrir þessa söfnun. Ingólfur Grétarsson (goisportrond) rakaði öll hár af líkamanum nema á höfðinu og var svo í klappstýrubúningi heilan vinnudag. Brynja Dan Gunnarsdóttir (brynjadan) aflitaði dökku augabrúnirnar sínar og Sólborg Guðbrandsdóttir (sunnykef) snoðaði sig.

Enn er hægt að styrkja söfnunina um 1.500 krónur með því að senda skilaboðin UNICEF í 1900. Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum á síðu UNICEF og í gegnum millifærslu í reikningsnúmerið 701-26-102050 og kennitölu 481203-2950.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×