Erlent

Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn

Kjartan Kjartansson skrifar
Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna eru þyrnir í augum stjórnvalda í Pjongjang.
Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna eru þyrnir í augum stjórnvalda í Pjongjang. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Pjongjang ætla ekki að taka þátt í viðræðum við Bandaríkjastjórn um kjarnorkuvopnaáætlun sína svo lengi sem sameiginlegar heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna halda áfram.

Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir Han Tae Song, sendiherra Norður-Kóreu við Sameinuðu þjóðirnar í Genf. Norður-Kórea ætlaði að halda áfram að byggja upp kjarnavopnabúr til að verja sig.

„Þetta er fælingarmátturinn, kjarnorkufælingarmátturinn til þess að bægja frá kjarnorkuhættunni frá Bandaríkjunum,“ segir Han.

Sendiherrann gerði jafnframt lítið úr fyrirætlunum ríkisstjórnar Donalds Trump um að leggja frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og að setja landi á lista ríkja sem eru talin styðja hryðjuverkastarfsemi.

„Það er augljóst að markmið refsiaðgerðanna eru að velta stjórnkerfi landsins míns úr sessi með því að einangra og kæfa það og að valda mannúðarástandi vísvitandi í stað þess að koma í veg fyrir vopnaþróun eins og Bandaríkjamenn og fylgjendur þeirra halda fram,“ segir Han.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×