Markalaust í Madrídarslagnum

Dagur Lárusson skrifar
Ronaldo og félagar hafa gefið mikið eftir.
Ronaldo og félagar hafa gefið mikið eftir. vísir/getty
Stórleik Madrídarliðanna tveggja, Real Madrid og Athletico Madrid var að ljúka en það má með sanni segja að leikurinn hafi ollið vonbrigðum.

Leikurinn byrjaði mjög vel spiluðu bæði lið hratt og skemmtilega en þegar leið á fyrri hálfleikinn fór að hægjast á leiknum og því var staðan 0-0 í leikhlé.

Í seinni hálfleiknum var það sama uppá teningnum en bæði lið virtust ekki vilja taka of miklar áhættur og reyndust því lokatölur 0-0.

Real Madrid máttu alls ekki við jafnteflinu en þeir sitja núna í 3.sæti deildarinnar heilum 10 stigum á eftir Barcelona sem eru í 1.sætinu. Grannar þeirra eru eini sæti neðar með jafnmörg stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira