Körfubolti

Tómas Þórður og Axel inn í landsliðshópinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Axel Kárason í leik með TIndastól
Axel Kárason í leik með TIndastól vísir/andri
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir leikina í undankeppni HM 2019.

Fyrr í mánuðinum tilkynnti Craig tólf manna hóp sem mætir Tékkum og Búlgörum 24. og 27. nóvember.

Tryggvi Snær Hlinason fær ekki að fara í verkefnið, en félagslið hans, Valencia, hleypir honum ekki vegna leiks í Euroleague. Vonir eru þó um að hann komist í leikinn gegn Búlgaríu.

Pavel Ermolinskij, leikmaður KR í Domino's deild karla, er meiddur og fellur því úr hópnum.

Í þeirra stað koma inn tveir leikmenn sem spila á Íslandi, Axel Kárason í Tindastól og Tómas Þórður Hilmarsson, leikmaður Stjörnunnar.

Er þetta í fyrsta skipti sem Tómas Þórður er í A-landsliðshóp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×