Fótbolti

Rúnar Alex spilaði allan leikinn í tapi gegn Bröndby

Rúnar Alex fékk á sig fjögur mörk gegn Hirti og félögum.
Rúnar Alex fékk á sig fjögur mörk gegn Hirti og félögum. vísir/getty
Bröndby IF og Nordsjælland mættust í dönsku deildinni í fótbolta í dag en Rúnar Alex og Hjörtur Hermannson spiluðu báðir í leiknum.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð allan leikinn á milli stanganna fyrir Nordsjælland á meðan Hjörtur kom inn á sem varamaður á 80.mínútu.

Þetta var mikill markaleikur og voru það heimamenn í Bröndby sem náðu forystunni snemma leiks með marki frá Teemu Pukki. Pukki átti heldur betur eftir að minna meira á sig í þessum leik því á 48. mínútu skoraði hann annað mark sitt og annað mark Bröndby.

Staðan varð 3-0 á 61.mínútu og var það Pukki sem fullkomnaði þrennuna. Hany Mukhtar kom Bröndby í 4-0 á 73.mínútu en þá virust gestirnir aðeins taka við sér.

Emilianao Marcondes skoraði úr vítaspyrnu fyrir gestina áður en Mathias Rasmussen minnkaði muninn í tvö mörk og gerði lokamínúturnar spennandi.

Lengra komust gestirnir þó ekki og voru lokatölur því 4-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×