Körfubolti

Daníel: Þetta var svo ógeðslega lélegt hjá okkur í dag

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Daníel Guðni Guðmundsson.
Daníel Guðni Guðmundsson. vísir/ernir
Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þetta var svo ógeðslega lélegt hjá okkur í dag að ég get ekki beint á neinn einn hlut sem vantaði í okkar leik, sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sem var að vonum svekktur íeftir tapið gegn Haukum.

Ég veit ekki hvað við prófuðum margar týpur af varnarleik í dag. Það gekk ekkert upp og þá er eitthvað annað að. Við bara mættum ekki klárir í þennan leik. Við kepptum náttúrulega mjög erfiðan leik á föstudaginn og menn eru misjafnir eftir þann leik. Það verður bara að segjast. 

Daníel var ekki sáttur með mótanefnd KKÍ og finnst galið að spila tvo leiki með svo stuttu millibili.

Einhverjir 40 tímar til að jafna sig eftir leik er náttúrulega ekki að gera sig. Mótið er mjög langt og það hefði því alveg verið hægt að hafa þennan leik seinna. Ég er mjög fúll yfir þessu. 

En Haukarnir voru bara mjög góðir og við vorum lélegir, því fór sem fór. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Keflavík 3. desember og síðan spilum við í bikarnum bráðum leika. Það er nóg af fjöri framundan.    

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×