Enski boltinn

Rekinn sautján mínútum eftir leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Grayson er atvinnulaus.
Grayson er atvinnulaus. vísir/getty
Simon Grayson entist ekki lengi sem knattspyrnustjóri Sunderland en hann var rekinn í gær.

Grayson var þá búinn að stýra liði Sunderland í aðeins átján leikjum. Liðið gerði 3-3 jafntefli við botnlið Bolton og aðeins sautján mínútum eftir leikinn tilkynnti Sunderland að félagið hefði rekið Grayson.

Hann tók við liðinu af David Moyes í sumar en Moyes fékk sparkið eftir að Sunderland féll með stæl úr ensku úrvalsdeildinni.

Grayson náði aðeins að vinna einn leik sem stjóri félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×