Missti framan af putta í X-Factor: Voru fráskilin í 16 ár en Inga Sæland fór á skeljarnar í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2017 10:30 Inga og Ólafur ætla gifta sig aftur um jólin. Inga Sæland kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík og er einn af sigurvegurum kosningahelgarinnar, en Flokkur Fólksins kom fjórum mönnum inn á þing. Inga Sæland var til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Inga fæddist á Ólafsfirði þann 3. ágúst árið 1959. Hún er næstyngst fjögurra systkina og dóttir þeirra Ástvalds Einars Steinssonar, sjómanns, og Sigríðar Sæland Jónsdóttur húsmóður. Hún er fráskilin fjögurra barna móðir og amma þriggja barna. Inga var nánast alveg blind fyrstu tvö ár ævi sinnar. „Manni var strítt svolítið mikið út af því að maður var kannski ekki alveg eins og allir hinir,“ segir Inga. En hefur þetta haft mikil áhrif á líf hennar? „Ég var stundum að fara sækja börnin mín út í sandkassann og þá voru þetta kannski bara börnin hennar Erlu í næsta húsi og mínir voru bara búnir að stinga af.“ Inga hefur unun af söng og hefur keppt í hinum ýmsu söngkeppnum. „Ég er algjörlega óskorin karaoke-drottning og það í góðri merkingu. Ég á karaoke-græjur úti í skúr, svona alvöru græjur.“Inga stóð sig vel í X-Factor.Hún hefur unnið sem söngkona á Spáni. „Við ákváðum það að fara út með börnin og vorum þarna í tvö sumur. Við fengum húsnæði og borðuðum á staðnum hjá karlinum. Við vorum því nokkuð sjálfbær á Spáni, en vorum kannski ekki að þéna peninga á söngnum.“ Það var í X-Factor á Stöð 2 sem Inga kom fyrir sjónir almennings og komst alla leið í úrslitin í Smáralind. „Þetta var gaman en ég myndi ekki gera þetta aftur. Þetta var ansi dýrkeypt og ég missti framan af fingri í þáttunum. Við vorum að auglýsa einhvern bíl fyrir Heklu, minnir mig, og það bara skall hurð á minn fingur.“ Inga er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, nam stjórnmálafræði og lauk BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Inga var gift Ólafi Má Guðmundssyni og eftir að hafa verið í sundur í sextán ár tóku þau saman nýverið aftur og stefna á það að gifta sig á ný um jólin. „Við höfum alltaf verið vinir en ég verð að viðurkenna það að ég bað hans aftur núna í sumar og var að biðja hann um að giftast mér.“Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
Inga Sæland kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík og er einn af sigurvegurum kosningahelgarinnar, en Flokkur Fólksins kom fjórum mönnum inn á þing. Inga Sæland var til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Inga fæddist á Ólafsfirði þann 3. ágúst árið 1959. Hún er næstyngst fjögurra systkina og dóttir þeirra Ástvalds Einars Steinssonar, sjómanns, og Sigríðar Sæland Jónsdóttur húsmóður. Hún er fráskilin fjögurra barna móðir og amma þriggja barna. Inga var nánast alveg blind fyrstu tvö ár ævi sinnar. „Manni var strítt svolítið mikið út af því að maður var kannski ekki alveg eins og allir hinir,“ segir Inga. En hefur þetta haft mikil áhrif á líf hennar? „Ég var stundum að fara sækja börnin mín út í sandkassann og þá voru þetta kannski bara börnin hennar Erlu í næsta húsi og mínir voru bara búnir að stinga af.“ Inga hefur unun af söng og hefur keppt í hinum ýmsu söngkeppnum. „Ég er algjörlega óskorin karaoke-drottning og það í góðri merkingu. Ég á karaoke-græjur úti í skúr, svona alvöru græjur.“Inga stóð sig vel í X-Factor.Hún hefur unnið sem söngkona á Spáni. „Við ákváðum það að fara út með börnin og vorum þarna í tvö sumur. Við fengum húsnæði og borðuðum á staðnum hjá karlinum. Við vorum því nokkuð sjálfbær á Spáni, en vorum kannski ekki að þéna peninga á söngnum.“ Það var í X-Factor á Stöð 2 sem Inga kom fyrir sjónir almennings og komst alla leið í úrslitin í Smáralind. „Þetta var gaman en ég myndi ekki gera þetta aftur. Þetta var ansi dýrkeypt og ég missti framan af fingri í þáttunum. Við vorum að auglýsa einhvern bíl fyrir Heklu, minnir mig, og það bara skall hurð á minn fingur.“ Inga er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, nam stjórnmálafræði og lauk BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Inga var gift Ólafi Má Guðmundssyni og eftir að hafa verið í sundur í sextán ár tóku þau saman nýverið aftur og stefna á það að gifta sig á ný um jólin. „Við höfum alltaf verið vinir en ég verð að viðurkenna það að ég bað hans aftur núna í sumar og var að biðja hann um að giftast mér.“Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira