Íslenski boltinn

Ekkert hlé á Pepsi-deildinni vegna HM

Hörður Magnússon og Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik í Pepsi-deild karla á síðasta tímabili.
Úr leik í Pepsi-deild karla á síðasta tímabili. vísir/eyþór
Samkvæmt tillögum KSÍ verður ekki gert hlé á Pepsi-deild karla í sumar þrátt fyrir HM í Rússlandi. Þá er það vilji sambandins að færa bikarúrslitaleik karla fram í september.

 

Félögin í Pepsi-deild karla eru að skoða þessar tillögur KSÍ. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá verður ekki gert langt hlé á deildinni en dregið úr leikjafjölda á meðan HM fer fram frá 15. júní til 15. júlí.

Félögin fjögur sem eru í Evrópukeppni, Valur, Stjarnan, FH og ÍBV, munu spila á eðlilegum hraða ef svo má að orði komast á meðan verður leikjum í Pepsi-deildinni fækkað. En ekki verður gert hlé á deildinni líkt og gert var þegar EM í Frakklandi fór fram í fyrra. Þá var átján daga hlé.

Undanfarin ár hefur bikarúrslitaleikurinn verið um miðjan ágúst. KSÍ vill færa hann aftur og leika um miðjan september.

Þá er fyrirhugað að Pepsi-deild karla hefjist fyrr en venjulega eða 26 apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×