Íslenski boltinn

Atli áfram hjá FH

Hörður Magnússon og Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Guðnason skoraði eitt mark í 20 leikjum í Pepsi-deild karla á síðasta tímabili.
Atli Guðnason skoraði eitt mark í 20 leikjum í Pepsi-deild karla á síðasta tímabili. vísir/andri marinó
Einn allra besti leikmaður í sögu FH og efstu deildar í knattspyrnu, Atli Guðnason, hefur endurnýjað samning sinn við félagið um eitt ár.

Atli er 33 ára og hefur leikið með FH frá 2004 en var um tíma í láni hjá HK og Fjölni.

Atli hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla og var markahæsti leikmaður deildarinnar 2012.

Atli hefur leikið 237 leiki í efstu deild og skorað 63 mörk.

FH framlengdi einnig samning sinn við Grétar Snæ Gunnarsson um tvö ár. Grétar var í láni hjá HK á síðustu leiktíð og er U-21 árs landsliðsmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×