Ballið búið hjá Viðari og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar og félagar eru úr leik í Evrópudeildinni.
Viðar og félagar eru úr leik í Evrópudeildinni. vísir/andri marinó
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Maccabi Tel Aviv sem tapaði 0-1 fyrir Astana á heimavelli í A-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.

Tapið þýðir að Maccabi á ekki lengur möguleika á að komast áfram. Viðar og félagar hafa aðeins fengið eitt stig í fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi AEK Aþenu sem gerði markalaust jafntefli við AC Milan í D-riðli. Grikkirnir eru í 2. sæti riðilsins með sex stig, tveimur stigum á eftir Milan.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton sem steinlá fyrir Lyon, 3-0, í E-riðli.

Fjölmörgum öðrum leikjum í Evrópudeildinni er lokið. Úrslit þeirra má sjá hér að neðan.

A-riðill:

Maccabi Tel Aviv 0-1 Astana

Slavia Prag 0-2 Villarreal

B-riðill:

Partizan Belgrad 2-0 Skenderbeu

Young Boys 0-1 Dynamo Kiev

C-riðill:

Basaksehir 1-1 Hoffenheim

Ludogorets 1-1 Braga

D-riðill:

AEK Aþena 0-0 AC Milan

Rijeka 1-4 Austria Vín

E-riðill:

Lyon 3-0 Everton

Apollon 1-1 Atalanta

F-riðill:

FC Köbenhavn 3-0 Zlin

Lokomotiv Moskva 1-2 Sheriff Tiraspol

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira