Íslenski boltinn

Viktor Bjarki til HK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Bjarki og Brynjar Björn Gunnarsson.
Viktor Bjarki og Brynjar Björn Gunnarsson. mynd/hk
Viktor Bjarki Arnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við HK. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Viktor Bjarki kemur til HK frá Víkingi R. Hann kemur með mikla reynslu inn í ungt og efnilegt lið HK auk þess sem hann verður hluti af þjálfarateymi meistaraflokks undir stjórn Brynjars Björns Gunnarssonar.

Viktor Bjarki spilaði 13 leiki fyrir Víking í Pepsi-deild karla á síðasta tímabili. Hann hefur alls leikið 210 leiki í efstu deild og skorað 26 mörk.

Hinn 34 ára gamli Viktor Bjarki, sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild árið 2006, hefur leikið með Víkingi, Fylki, KR og Fram hér á landi. Þá lék hann bæði í Noregi og Hollandi á sínum tíma.

HK endaði í 4. sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta tímabili. Í síðasta mánuði hætti Jóhannes Karl Guðjónsson sem þjálfari HK og tók við ÍA. Við starfi hans hjá Kópavogsliðinu tók áðurnefndur Brynjar Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×