Enski boltinn

Mourinho vill meiri pening í leikmannakaup

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jose Mourinho vann Evrópudeildina og enska deildarbikarinn á sínu fyrsta tímabili
Jose Mourinho vann Evrópudeildina og enska deildarbikarinn á sínu fyrsta tímabili vísir/getty
Jose Mourinho vill fá meira fjárhagslegt svigrúm á félagaskiptamarkaðnum hjá Manchester United, annars gæti hann kosið að yfirgefa félagið fyrir frönsku risana í PSG.

Heimildir Manchester Evening News herma að forráðamenn PSG hafi haft samband við Jorge Mendes, umboðsmann Mourinho eftir að Portúgalinn hældi franska liðinu í viðtali.

„Sonur minn, sem býr í London, ákvað að fara á leik í París í stað þess að koma til Manchester. Það er eitthvað sérstakt í gangi í París. Töfrar, gæði, ungir leikmenn, það er frábært,“ sagði Mourinho.

Mourinho er samningsbundinn United þar til 2019, en hann tók við af Lous van Gaal í maí á síðasta ári.

United eyddi yfir 140 milljónum punda í sumar í þá Victor Lindelöf, Romelu Lukaku og Nemanja Matic. Hins vegar vildi Mourinho bæta öðrum leikmanni við, en það gekk ekki upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×